Hver hópur mun hafa aðgang að fjölda reyndra leiðbeinenda sem hafa þekkingu á einhverjum sviðum íslensks viðskiptalífs eða menningar og eru tilbúnir að miðla sérfræðiþekkingu sinni til þátttakenda.
Þessir vönu leiðbeinendur veita stuðning og deila hagnýtum ráðum, innsýn og verkfærum til að ná árangri á sínu sviði. Leiðbeinendur munu halda mánaðarlega erindi um sinn geira.
Þátttakendur munu einnig fá einstakt tækifæri til að taka þátt í handleiðslu á vinnustað, þar sem þeir munu fá að fylgja þeim leiðbeinanda sem er best í stakk búinn til að aðstoða þá við að kynnast þeim störfum sem þeir hafa áhuga á og móta framtíðarferil sinn.
Hver þáttakandi er paraður við jafningja fyrir jafningjafræðslu sem hjálpar til við að vinna gegn þeirri einangrun sem ungmenni af erlendum uppruna upplifa oft í eigin íslenskum jafningjahópum. Vinahandleiðslan byggir upp sjálfsálit og félagsleg net.
Í rannsókn sinni við Háskóla Íslands bendir Susan Rafik Hama á að „nemendur hætta í námi vegna mismunandi þátta, eins og að meta ekki skólann að verðleikum og eiga í lélegum samskiptum við kennara og jafnaldra og að meðal unglinga í sumum þjóðernishópum sem eru innflytjendur sé brottfall umfram landsmeðaltal.“ Í Iceland Review kemur fram að börn af erlendum uppruna eru ólíklegri til að taka þátt í íþróttum eða tómstundastarfi, sem takmarkar enn frekar möguleika þeirra til að byggja upp jafningjahóp.
Jafningjafræðsla mun skapa öruggt rými fyrir þátttakendur til að stækka félagslega hópa sína og mynda tengsl við jafnaldra sem hafa dýpri skilning á reynslu þeirra.
Ungt fólk af erlendum uppruna á Íslandi stendur frammi fyrir hindrunum eins og máltöku, félagslegri einangrun, litlum félagsanda, mismunun og margt fleira. Þær hindranir hafa oft skaðleg áhrif á afkomugetu.
Fyrir vikið gæti mörgum þessara ungmenna fundist erfitt að fjármagna námið. YOFOM veitir námsstyrki til efnilegra nemenda sem eru ungmenni af erlendum uppruna og þátttakendur í verkefninu. Þessir styrkir munu aðstoða við að létta fjárhagslega byrði sem fylgir hærri menntastigum eða iðnnámi og opna leiðir til nýrra tækifæra og aukins sjálfstrausts.
Hver hópur mun velja og lesa að minnsta kosti eina bók saman á meðan á verkefninu stendur. Þátttakendur munu fá rými til að segja frá sínum skoðunum og skerpa eigin rödd.
Með því að leggja áherslu á að byggja upp sjálfstraust mun þessi bókaklúbbur hjálpa til við að þjálfa framsögu- og umræðuhæfileika þátttakenda um leið og hann býður þeim að kafa dýpra í tiltekið efni eða áhugasvið. Rætt verður um málefni eins og vinnumarkaðinn og leiðir til háskólanáms.
Bókaklúbburinn gefur þátttakendum einnig tækifæri á að mynda dýpri jafningjatengsl.
Aðgangur og sýnileiki minnihlutahópa í raunverulegum rýmum er jafn mikilvægt og aðgangur að tækifærum. YOFOM handleiðsluverkefnið mun skapa aðgang að þessum rýmum.
Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnaráðherra sagði í viðtali við Iceland Review árið 2023 að hlutfall innflytjenda innan íslenskra stofnana væri ekki í jöfnu hlutfalli miðað fjölda þeirra á Íslandi, sem er yfir 15%. „Áskorunin er hvernig við hjálpum þessum börnum að ná sama árangri og við hin í íslensku samfélagi“, sagði Ásmundur. „Það ættu að vera 15 þingmenn af erlendum uppruna, það ættu að vera 2-3 ráðherrar af erlendum uppruna. Þetta fólk fær ekki sömu tækifæri og við hin.“
YOFOM vill að ungu fólki af erlendum uppruna finnist það eiga heima í stjórnarherbergjum, söfnum og þingskrifstofum.
Í því skyni mun YOFOM skipuleggja röð vettvangsferða til fyrirtækja og stofnana til að kynna þessi mikilvægu rými og afhjúpa ferlið við að starfa á stöðum sem eru kjarni faglegs og pólitísks landslags Íslands.
Á hverju ári mun YOFOM heiðra einstakling eða samtök sem styrkja málstað fólks af erlendum uppruna á Íslandi eða efla fjölbreytileika, jöfnuð, innlimun og fylgisemd í stórum stíl.
YOFOM verðlaunin munu varpa ljósi á afrek þess djarfa, duglega, skapandi og framsækna fólks sem með starfi sínu gerir Ísland að betri stað án aðgreiningar.
Fjárfesting þín mun gera YOFOM kleift að tengja hámarksfjölda ungmenna við handleiðslu og námsstyrki sem mun breyta lífi þeirra
YOFOM parar þátttakendur við „vina“-leiðbeinanda og faglega leiðbeinendur sem munu aðstoða þá við að setja sér framtíðarmarkmið og stækka félagslegt net þeirra um leið. Þátttakendur munu taka þátt í mánaðarlegum leiðbeinendavfyrirlestrum, bókaklúbbsumræðum og öðrum viðburðum sem miða að því að veita þeim aukinn aðgang að tækifærum.
YOFOM óskar eftir umsóknum frá ungmennum af erlendum uppruna á Íslandi sem eru á aldrinum 15-20 ára. Þó ekki sé nauðsynlegt að umsækjendur búi á höfuðborgarsvæðinu þurfa þátttakendur að geta sótt mánaðarlega leiðbeinendafyrirlestra og viðburði sem haldnir eru að minnsta kosti þrisvar í mánuði í Reykjavík.
Leiðbeinendur verða metnir út frá sérsviði þeirra og hvaða færni og þekkingu þeir geta miðlað til þátttakenda. YOFOM mun fara yfir umsóknir þátttakenda og tengja við leiðbeinendur sem geta hjálpað þeim að ná lengra í íslensku samfélagi, faglega og félagslega.
Ætlast er til að þátttakendur mæti á mánaðarlega leiðbeinendafyrirlestra og viðburði sem haldnir eru að minnsta kosti þrisvar í mánuði í Reykjavík. YOFOM leitar að þátttakendum sem geta tekið fullan þátt í verkefninu og leggja áherslu á að fá sem mest út úr handleiðsluupplifun sinni. Við hvetjum þátttakendur til að gefa sig að leiðbeinendum sínum og rækta ný tengsl.
Í hverjum mánuði verða sérstakir leiðbeinendafyrirlestrar og viðburðir en þátttakendur eru hvattir til að vera í virkum samskiptum við leiðbeinendur sína. Leiðbeinendur munu deila ákjósanlegum samskiptamáta og -tímum með þátttakendum.
Leiðbeinendur munu hafa mismunandi bakgrunn og reynslu, þannig að viðfangsefni geta verið mismunandi á milli leiðbeinanda. Þátttakendur geta leitað leiðsagnar um starfsferil, fræði, persónulega stefnu, tengslanet, íslenska menningu og samfélag og mörg önnur svið.
Þátttakendum verður úthlutað jafningjaleiðbeinanda og hópleiðbeinanda. Þessir tveir leiðbeinendur munu þjóna sem kjarni YOFOM verkefnisins. Ef þátttakendur finna fyrir tengingu við aðra leiðbeinendur í verkefninu er þeim velkomið að hafa samband við þá leiðbeinendur líka.