YOFOM

STYRKJUM UNGMENNI AF ERLENDUM UPPRUNA TIL AÐ VERÐA LEIÐTOGAR MORGUNDAGSINS

Okkar starfsemi

Stuðlum að meiri jöfnuði og Íslandi án aðgreiningar, eitt ungmenni í einu.

HVAÐ ER YOFOM?

Youth of Foreign Origin Mentorship program (YOFOM) eru fræðslu- og þróunarsamtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni með aðsetur í Reykjavík. 

Handleiðsluverkefnið miðar að því að aðstoða íslensk ungmenni af erlendum uppruna á aldrinum 15-20 ára með því að tengja þau við reynslumikla leiðbeinendur og veita þeim aðgang að fagsviðum og rýmum sem gætu annars verið óaðgengileg fyrir þau.

YOFOM samtökin voru stofnuð af lögfræðingnum Claudia Ashanie Wilson, sem er fædd í Jamaíka, og leggja áherslu á mikilvægi þess að eiga sér fulltrúa í samfélaginu og hafa það að markmiði að vekja athygli á faglegum árangri Íslendinga af erlendum uppruna. Við vonumst til að taka þátt í að byggja upp sterkara samfélag, án aðgreiningar, með því að auðvelda þátttakendum að komast í tæri við tækifæri í menningar-, stjórnmála- og fagstofnunum Íslands.

Hvers vegna er YOFOM mikilvægt?

Ungt fólk af erlendum uppruna stendur frammi fyrir ótal sértækum vandamálum í íslensku samfélagi, þar á meðal skipulags- og menningarlegum hindrunum, félagslegri einangrun og blekkingarheilkenni (e. imposter syndrome), sem oft eiga sér stað vegna þeirrar meðferðar sem þau fá frá samlöndum sínum.

Rannsóknir sýna að börnum af erlendum uppruna í skólakerfinu fjölgaði 23-falt á árunum 1996-2021 og eru þau rúmlega 11% af íslenskum nemendahópi. Þótt brottfall hafi minnkað jafnt og þétt frá árinu 2001 er útskriftarhlutfall barna af erlendum uppruna lægra en hjá íslenskum jafnöldrum þeirra. Samkvæmt tölum Hagstofunnar höfðu um 46% innflytjenda sem fóru í dagnám á framhaldsskólastigi í fyrsta sinn haustið 2016 útskrifast árið 2020. Í rannsókn Sólveigar Brynju Grétarsdóttur árið 2007 um framfarir í menntunarmálum ungmenna sem hafa ekki íslensku að móðurmáli kom í ljós að meira en helmingur svarenda sótti annað hvort aldrei framhaldsskólanám eða hætti námi (Hama 2020).

Þó ungmenni af erlendum uppruna þrái að tengjast öðrum Íslendingum lenda þau oft í hindrunum. „Þó að rannsóknirnar séu ekki margar þá vitum við samt að ungt fólk af erlendum uppruna upplifir stríðni, einelti og útskúfun meira en börn af íslenskum uppruna. Það virðist erfitt að eignast vini, sérstaklega íslenska vini. Þau eru líklegri til að finnast bekkjarfélagar sínir óvingjarnlegir og hafa því minni stuðning frá þeim en íslensk ungmenni,“ segir Eyrún María Rúnarsdóttir fræðimaður í samtali við Morgunblaðið. YOFOM lítur á þessar glötuðu tengingar sem hvata til að stuðla að dýpri fjölmenningarlegum tengslum í gegnum handleiðslu. „Vinátta fólks af ólíkum uppruna getur aukið samkennd og unnið gegn fordómum,“ segir Eyrún.

Íþrótta- og félagsstarf eftir skóla eru oft mikilvægar leiðir til að tengjast jafnöldrum, en ungmenni af erlendum uppruna eru líklegri til að taka ekki þátt í því starfi vegna skuldbindinga heima fyrir eða í vinnu eða vegna menningarmunar. Í doktorverkefni Berglindar Rósar Karlsdóttur um áhrifaþætti á brotfall ungmenna af erlendum uppruna á Íslandi voru helstu áhættuþættir brottfalls skilgreindir sem léleg sjálfsmynd, ófullnægjandi íslenskukunnátta og félagsleg útskúfun.

Við vitum að ungt fólk af erlendum uppruna hefur áhrif á samfélagið. Árið 2019 voru 10% nemenda við Háskóla Íslands af erlendum uppruna og eins og Friðrika Harðardóttir, þáverandi forstöðumaður Alþjóðasamskiptaskrifstofu Háskóla Íslands benti á í samtali við RÚV, leggja þessir nemendur sitt af mörkum til fjölbreytileika nemendahópsins. „Ég held að það sé enginn vafi á því að það auðgar háskólasamfélagið okkar að vera með erlenda nemendur. Margir setjast hér að, auðga samfélagið og taka þátt í því,“ sagði Friðrika.

Hlutverk YOFOM er að búa til leiðir til akademískrar, faglegrar og félagslegrar velgengni fyrir ungt fólk af erlendum uppruna, svo að þau geti nýtt hæfileika sína og færni til að styrkja íslenskt samfélag og menningu. Við teljum að það að styrkja þau tengsl sem ungt fólk af erlendum uppruna hefur við Ísland sé hagkvæmt fyrir landið og þetta klára og ákveðna unga fólk. Verkþættir YOFOM eru hannaðir til að byggja upp stuðningsnet fyrir nemendur til að berjast gegn háu brottfalli sem oft er bein afleiðing af félagslegri, menningarlegri og menntunarlegri einangrun. Að veita þessum ungmennum handleiðslu og aðgengi í dag mun hugsanlega hafa jákvæð áhrif á komandi kynslóðir.

HVERT ER MARKMIÐ YOFOM?

Markið YOFOM er að búa til leiðir til akademískrar, faglegrar og félagslegrar velgengni fyrir ungt fólk af erlendum uppruna, svo að þau geti nýtt hæfileika sína og færni til að styrkja íslenskt samfélag og menningu.

 

Við trúum því að viðvarandi aðgengi, tenging og hvatning muni hjálpa ungmennum af erlendum uppruna að nýta hæfileika sína til fulls.

 

Hvernig virkar YOFOM?

Á hverju ári mun YOFOM opna fyrir umsóknir ungmenna af erlendum uppruna sem eru 15-20 ára. Nefnd mun velja um það bil 12 þátttakendur úr umsóknum.

Handleiðsluverkefnið fylgir skóladagatali sem hefst á haustin ár hvert og lýkur snemma sumars. Verkefnið samanstendur af fjórum meginþáttum: hóphandleiðslu, jafningja-“vina“-fræðslu, stofnanaheimsóknum og bókaklúbbi.

 

Rannsóknir hafa sýnt að sterk tengsl eru á milli lengd sambands við leiðbeinenda og jákvæðrar útkomu. YOFOM mun halda áfram að virkja fyrrum þátttakendur eftir að handleiðsluári þeirra lýkur vegna þess að við teljum að viðvarandi tengsl séu lykilatriði þar sem ungt fólk byggir upp tengslanet sitt og leggur af stað í eigin vegferð í atvinnulífinu.

Eflum, Fræðum, Sameinum og Hvetjum

Taktu þátt í umbreytandi leiðbeinandaverkefni með hópi jafnaldra þinna, þar sem þú settur þér markmið, nýtur stuðnings leiðbeinanda til sigrast á áskorunum og nærð árangri.

Algengar Spurningar

 

YOFOM parar þátttakendur við „vina“-leiðbeinanda og faglega leiðbeinendur sem munu aðstoða þá við að setja sér framtíðarmarkmið og stækka félagslegt net þeirra um leið. Þátttakendur munu taka þátt í mánaðarlegum leiðbeinendavfyrirlestrum, bókaklúbbsumræðum og öðrum viðburðum sem miða að því að veita þeim aukinn aðgang að tækifærum.

YOFOM óskar eftir umsóknum frá ungmennum af erlendum uppruna á Íslandi sem eru á aldrinum 15-20 ára. Þó ekki sé nauðsynlegt að umsækjendur búi á höfuðborgarsvæðinu þurfa þátttakendur að geta sótt mánaðarlega leiðbeinendafyrirlestra og viðburði sem haldnir eru að minnsta kosti þrisvar í mánuði í Reykjavík.

Leiðbeinendur verða metnir út frá sérsviði þeirra og hvaða færni og þekkingu þeir geta miðlað til þátttakenda. YOFOM mun fara yfir umsóknir þátttakenda og tengja við leiðbeinendur sem geta hjálpað þeim að ná lengra í íslensku samfélagi, faglega og félagslega.

Ætlast er til að þátttakendur mæti á mánaðarlega leiðbeinendafyrirlestra og viðburði sem haldnir eru að minnsta kosti þrisvar í mánuði í Reykjavík. YOFOM leitar að þátttakendum sem geta tekið fullan þátt í verkefninu og leggja áherslu á að fá sem mest út úr handleiðsluupplifun sinni. Við hvetjum þátttakendur til að gefa sig að leiðbeinendum sínum og rækta ný tengsl.

Í hverjum mánuði verða sérstakir leiðbeinendafyrirlestrar og viðburðir en þátttakendur eru hvattir til að vera í virkum samskiptum við leiðbeinendur sína. Leiðbeinendur munu deila ákjósanlegum samskiptamáta og -tímum með þátttakendum.

Leiðbeinendur munu hafa mismunandi bakgrunn og reynslu, þannig að viðfangsefni geta verið mismunandi á milli leiðbeinanda. Þátttakendur geta leitað leiðsagnar um starfsferil, fræði, persónulega stefnu, tengslanet, íslenska menningu og samfélag og mörg önnur svið.

Þátttakendum verður úthlutað jafningjaleiðbeinanda og hópleiðbeinanda. Þessir tveir leiðbeinendur munu þjóna sem kjarni YOFOM verkefnisins. Ef þátttakendur finna fyrir tengingu við aðra leiðbeinendur í verkefninu er þeim velkomið að hafa samband við þá leiðbeinendur líka.